Alþjóðleg sýning HRFÍ nóvember 2012

By

Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélag Íslands verður haldin helgina 17.-18. nóvember 2012.

Skráningarfresti lýkur föstudaginn 19. október 2012. – Skráningar sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina.

Dómarar að þessu sinni eru:

  • Tapio Eerola (Finnland)
  • Natalja Nekrosiene (Litháen)
  • Anna Brankovich (Serbía)
  • Zoran Brankovich (Serbía)
  • John Walsh (Írland)
  • Ole Straunskjær (Danmörk)

Vegna athugasemda vegna öryggi kreditkorta hefur félagið ákveðið að taka á móti skráningum (fyrir hunda og unga sýnendur) í gegnum síma þar sem félagsmenn geta greitt með kreditkorti (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer þarf að fylgja skráningu).
Félagsmönnum býðst einnig, á eigin ábyrgð, að senda skráningu á sýningu í gegnum tölvupóst með nafni hunds í ættbók og ættbókanúmeri (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer þarf að fylgja skráningu svo skráning sé tekin gild).  Ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka.
Einnig er eins og áður hægt að skrá hunda á sýninguna á skrifstofu félagsins að Síðumúla 15 á opnunartíma skrifstofu.

Hlökkum til að sjá sem flesta!