Augnskoðun nóvember 2012

By

Finn Boserup og Susanne Kaarlsholm frá Danmörku mun augnskoða hunda á sýningu félagsins 17. og 18. nóvember nk.  Tímapantanir í augnskoðun fara fram á skrifstofu HRFÍ. Gefa skal upp ættbókarnúmer hunds og ganga frá greiðslu um leið og hundur er skráður.

Síðasti skráningardagur í augnskoðun er þriðjudagurinn 6. nóvember 2012.

Augnskoðun hunda kostar 5.720 fyrir virka félagsmenn.  Hundaeigendur, sem ekki eru félagsmenn í HRFÍ, en með hunda í ættbók HRFÍ, geta skráð sig í augnskoðun gegn hærra gjaldi þ.e. kr. 11.440. Hundar virkra félagsmanna ganga fyrir í augnskoðun.