Dagsetningu ársfundar Siberian Husky deildar breytt
ByVegna reglna HRFÍ þarf að breyta um dagsetningu á aðalfundi/ársfundi deildarinnar.
“Ársfundur ræktunardeildar skal halda í mars ár hvert. Til hans skal boðað með a.m.k. 7 daga fyrirvara í dagblaði, á heimasíðu félagsins eða í Sámi.” (Úr starfsreglum ræktunardeilda HRFÍ, regla 3, liður 6)
Fundurinn mun því vera haldinn föstudaginn 1. mars kl. 20:00 á skrifstofu HRFÍ að Síðumúla 15, 2. hæð, 108 Reykjavík.
Laus eru 3 sæti í stjórn, 2 sæti til tveggja ára og 1 sæti til eins árs.
Leave a Reply