Aðalfundur Siberian Husky deildar

By

Aðalfundur Siberian Husky deildar verður haldinn 4. mars n.k. kl. 20 í húsnæði HRFÍ að Síðumúla 15 á 2. hæð, 108 Reykjavík.

Á fundinum verður kosið í stjórn ásamt því að ársskýrsla deildarinnar verður lesin og mál deildarinnar rædd. Að þessu sinni eru 3 sæti laus í stjórn til 2 ára.

Minnum á að til að kjósa og bjóða sig fram þarf sá einstaklingur að vera skráður í deildina. Hægt er að skrá sig á skrifstofu HRFÍ í síma: 588-5255. Einnig verður hægt að skrá sig í deildina fundinum. Þeir sem bjóða sig fram þurfa einnig að hafa félagsgjald HRFÍ síðastliðin 2 ár.

Vonumst til að sjá sem flesta!