Sýningarþjálfun næsta þriðjudag

By

Eins og er er verið að vinna í að raða upp sýningarþjálfununum fyrir júní sýninguna, en næsta þjálfun verður þriðjudaginn 3. júní kl. 19-20 í Gæludýr.is í Korputorgi. Hinar dagsetningarnar birtast strax í næstu viku.

Hvert skipti kostar 500 kr. Skráning sendist með nafni og dagsetningu sýningarþjálfunar á huskydeild@gmail.com

Minnum á að mæta með nammi, sýningartaum, kúkapoka og góða skapið!