Lokahóf & Aðalfundur deildarinnar
ByAðalfundur Siberian Husky deildar HRFÍ
Sunnudaginn 1. mars kl. 19 mun aðalfundur Siberian Husky deildar HRFÍ vera haldinn í sal Íslenska Gámafélagsins að Gufunesvegi í Grafarvoginum (sjá kort hér að neðan. ATH Hægt er að ýta á myndina til að stækka hana).
Byrjað verður á því að kjósa fundastjóra og lesa upp árskýrslu deildarinnar. Eftir það verður kostið í stjórn en þrjú sæti eru laus; tvö til tveggja ára og eitt til eins árs. Eftir að kosningu er lokið verða önnur mál tekin á dagskrá.
“Kosningarrétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.” (frá starfsreglum HRFÍ um ræktunardeildir)
Ef deildarmeðlimir hafa einhver önnur mál sem þeir vilja að rædd séu á aðalfundinum endilega sendið okkur póst á huskydeild@gmail.com.
Hægt er að sjá viðburðinn (event) á Facebook með því að ýta HÉR!
Lokahóf Siberian Husky deildar HRFÍ
Þann 28. febrúar kl. 19 verður fyrsta lokahóf deildarinnar haldið! Endilega takið daginn frá en skemmtinefndin er í óðum að plana!
Lokahófið verður haldið í sal Barðstrendingafélagsins að Konnakoti, Hverfisgötu 105, 2.hæð, Rvk.
Verð á manninn er 3.000 kr. Einungis 55 sæti eru til borðhalds. Svona skráir þú þig:
1. Sentu okkur e-mail með nöfnum þeirra sem munu koma og þú borgar fyrir. E-mailið er huskydeild@gmail.com
2. Við greiðslu sentu staðfestingu á greiðslunni í sama e-mail. En greiðslupplýsingar eru hér að neðan:
Reikningsnúmer: 331-26-6520
Kennitala: 650314-0420
3. Þú munt fá staðfestingarpóst frá okkur þegar við höfum skráð þig á gestalistann!
ATH! Síðasti skráningardagur er 20. febrúar!
Hægt er að sjá viðburðinn (event) á Facebook með því að ýta HÉR!
Leave a Reply