Endurtekinn aðalfundur

By

Þar sem gleymdist að prenta út hverjir væru búnir að borga félagsgjöld sín til HRFÍ fyrir aðalfundinn þann 1. mars er fundurinn ólöglegur. Kosningarétt hafa aðeins þeir sem eru félagsmenn HRFÍ og eru skuldlausir við félagið. Hefur því verið ákveðið að endurtaka fundinn þann 20. mars kl. 19 í skrifstofu HRFÍ að Síðumúla 15, 108 Reykjavík.

Byrjað verður á því að samþykkja fundastjóra og lesa upp árskýrslu deildarinnar. Einnig verður farið yfir ársreikninga deildarinnar. Eftir það verður kostið í stjórn en þrjú sæti eru laus; tvö til tveggja ára og eitt til eins árs. Farið verður yfir uppástungur stjórnar sem sjá má HÉR,
Eftir að kosningu er lokið verða önnur mál tekin á dagskrá.

Kosningarrétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.” (frá starfsreglum HRFÍ um ræktunardeildir)

Ef deildarmeðlimir hafa einhver önnur mál sem þeir vilja að rædd séu á aðalfundinum endilega sendið okkur póst á huskydeild@gmail.com.