Breyting á ræktunarkröfum

By

Sent hafði verið á HRFÍ umsókn um breytingar á ræktunarkröfum. Vísindanefnd HRFÍ samþykkti breytingar sem sótt var um á mjaðmalos en samþykkti ekki umsókn um framlengingu á gildingu augnvottorða.
Og var umsóknin eftirfarandi:

  1. Ræktunarbann á D og E mjaðmir. -SAMÞYKKT
    Siberian Husky er vinnuhundur sem gæti ekki uppfyllt ræktunarmarkmiði sitt á heilbrigðan hátt ef hann er með mjaðmalos. Til stuðnings, þá eru þessar reglur í nágrannalöndum okkar og viljum við fá þetta samþykkt til að fyrirbyggja að ef hundar greinast með mjaðmalos, að þeir verði notaðir til ræktunar.Reglan yrði svohljóðandi:
    Undaneldisdýr skulu mynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun. Greinist hundur með D eða E mjaðmir skal hann skráður í ræktunarbann.

     

  2. Breyting á augnskoðunarkröfum. -EKKI SAMÞYKKT
    Vaxandi starblinda (juvenile cataract) sem er eitt helsta vandamál tegundarinnar,  greinist fyrir 3 ára aldur og viljum við því fara fram á að augnskoðunarkröfum tegundarinnar verði breytt. Stingum við uppá að augnskoðun fyrir 3 ára aldur gildi í 12 mánuði en eftir 3 ára aldur gildir augnskoðunin í 18 mánuði eins og hjá mörgum öðrum tegundum.Reglan yrði svohljóðandi:
    – Fyrir 3 ára aldur (36 mánaða) má augnvottorð ræktunardýra ekki vera eldra en 12 mánaða við pörun.
    – Eftir 3 ára aldur (36 mánaða) má augnvottorð ræktunardýra ekki vera eldra en 18 mánaða við pörun.
    – Greinist hundur með arfgenga vaxandi starblindu (cataract) mun hann verða skráður í ræktunarbann.
    – Greinist hundur með arfgenga vaxandi sjónrýrnun (PRA) fást hvolpar undan honum ekki ættbókarfærðir. Hundurinn, foreldrar og afkvæmi hans eru sett í ræktunarbann.