Aðalfundur deildarinnar
BySunnudaginn 28. febrúar kl. 18 (eftir sýningu HRFÍ) mun aðalfundur Siberian Husky deildar HRFÍ vera haldinn á skrifstofu HRFÍ á annari hæð í Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
Byrjað verður á því að kjósa fundastjóra og lesa upp árskýrslu deildarinnar. Eftir það verður kostið í stjórn en þrjú sæti eru laus; öll til tveggja ára, en það eru Linda Jónsdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Stefán Arnarson sem eru að ljúka sínu kjörtímabili.
“Kosningarrétt og kjörgengi á ársfundum deilda hafa þeir, sem eru skráðir eigendur hunda eða hafa verið skráðir eigendur hunda í viðkomandi deild í tvö ár og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn. Hjón hafa kosningarétt og kjörgengi hvort heldur þau greiða félagsgjald sem hjón eða í sitthvoru lagi sé annað þeirra skráð fyrir hundi í deildinni.” (frá starfsreglum HRFÍ um ræktunardeildir)
Við viljum benda á að þeir sem ekki geta mætt á fundinn geta sent einstakling á fundinn með umboð eða jafnvel hafa samband við einhvern á fundinum í gegnum síma. Með þessu móti getur landsbyggðarfólk nýtt kostningarrétt sinn.
Ef deildarmeðlimir hafa einhver önnur mál sem þeir vilja að rædd séu á aðalfundinum endilega sendið okkur póst á huskydeild@gmail.com.
ATH! Planið er svo að fara út að borða eftir fundinn!!
Leave a Reply