Fundur var settur.

Mættir eru Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Linda Jónsdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, Sigríður Þorgrímsdóttir (á Skype) og Stefán Arnarson.

Stjórnin hafði ekki enn fengið svar við umsókn sinni um deildarsýningu sem send var 4. júní (aðeins svar um að umsóknin hafi verið móttekin þann 5. júní). Sendur var póstur á HRFÍ til að ýta undir svar. Einnig var talað um að reyna að finna styrki til að lækka tap sýningarinnar og því hækka líkurnar á að sýningin yrði samþykkt.

Sett var inná grúbbu viðburðarnefndar um að halda bingó í lok október og mun það vonandi vera í vinnslu á næstunni, en búið er að finna stærri sal en síðast í þetta skiptið.

Þann 10-11. október verða haldnir stórhundadagar í Garðheimum og munum við vinna með fræðslunefndinni til að setja eitthvað upp fyrir kynningarbásinn.

Sett var inn á heimasíðu deildarinnar breytingar á ræktunarkröfum (http://wp.me/p2K3O7-bz) en búið er að samþykkja ræktunarbann á D og E mjaðmir.

Verið er að finna tíma til að funda með þeim sem eru að vinna að nýjum gagnagrunni fyrir tegundina.

Fundi slitið.

Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, ritari