Meiri hluti stjórnar mættu, Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, Þórdís Rún Káradóttir og Stefán Arnarson. Við byrjun fundar voru alls 6 sem höfðu borgað félagsgjöld HRFÍ og voru þar með kosningarrétt.

Fundurinn var löggildur þar sem hann hafði verið auglýstur á réttum tíma á heimasíður Siberian Husky deildar, á Facebook síðu deildarinnar, á heimasíðu HRFÍ og á lokaðri Facebook grúbbu fyrir Siberian Husky eigendur innan HRFÍ.

Stefán Arnarson, ritari, las ársskýrslu deildarinnar fyrir 2016. Annars gerðu fundargestir engar athugasemdir við skýrsluna og var hún því samþykkt.

Erla Vilhelmína Vignisdóttir, gjaldkeri, fór yfir ársreikning síðasta stjórnarárs og voru engar athugasemdir gerðar við reikninginn og var hann því samþykktur.

Tveir stjórnarmeðlimir voru að ljúka sínu kjörtímabili og voru því sæti þeirra laus. Erla Vilhelmína Vignisdóttir og Sigríður Þorgrímsdóttir voru að ljúka sínu kjörtímabili en Erla bauð sig fram til endurkjörs. Guðrún Rut Guðlaugsdóttir bauð sig einnig fram og fóru þær því sjálfkrafa í stjórn.

Engin „önnur mál“ voru tekin fyrir.

Fundi slitið.

Ólöf Gyða Risten Svansdóttir