Aðalfundur 4. mars 2014
Reykjavík 4. mars 2014
Fundur var settur og Alexandra Björg Eyþórsdóttir var valin sem fundarstjóri.
Mættir voru 4 stjórnarmeðlimir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, Alexandra Björg Eyþórsdóttir, Erla Vilhelmína Vignisdóttir, og Stefán Arnarson.
Alexandra las ársskýrslu deildarinnar fyrir 2013.
Ólöf og Stefán luku sínu kjörtímabili en buðu sig til endurkjörs. Þar sem Matthías sagði af sér á tímabilinu voru þrjú sæti laus í stjórn, öll til 2 ára. Linda Jónsdóttir bauð sig fram. Ekki þurfti kostningu og fóru þau þrjú sjálfkrafa í stjórn.
Heiðraður var stigahæsti hundur deildarinnar fyrir árið 2013, en það var rakkinn BIS ISCH RW-13 Miðnætur Rum Tum Tugger.
Önnur mál voru svo tekin fyrir og voru eftirfarandi:
- Stungið var uppá að gera meira úr aðalfundinum og heiðra fleiri; t.d. besta hund tegundarinnar, besta ræktanda, o.s.frv. Jafnvel fara útí sleðasportið, sérstaklega til að fræða nýja Siberian Husky eigendur.
- Spurning um að vera með fjölmiðlafulltrúa, sérstaklega ef aftur kemur slæmt umtal í fjölmiðlum um tegundina. Það þarf að breyta viðhorfi fólksins á tegundinni. Alexandra bauð sig fram sem fjölmiðlafulltrúa og var það samþykkt.
- Á næsta stjórnarfundi er planað að sækja um kennitölu fyrir deildina.
Fundi slitið.
Ólöf Gyða Risten Svansdóttir
Leave a Reply