Öll stjórn mætti, Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Guðrún Rut Gunnlaugsdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, Þórdís Rún Káradóttir og Stefán Arnarson. Við byrjun fundar voru alls 8 sem höfðu borgað félagsgjöld HRFÍ og voru þar með kosningarrétt.

Fundurinn var löggildur þar sem hann hafði verið auglýstur á réttum tíma á heimasíður Siberian Husky deildar, á Facebook síðu deildarinnar, á heimasíðu HRFÍ og á lokaðri Facebook grúbbu fyrir Siberian Husky eigendur innan HRFÍ.

Ólöf Gyða Risten ritari, las ársskýrslu deildarinnar fyrir 2017. Annars gerðu fundargestir engar athugasemdir við skýrsluna og var hún því samþykkt.

Erla Vilhelmína Vignisdóttir, gjaldkeri, fór yfir ársreikning síðasta stjórnarárs og voru engar athugasemdir gerðar við reikninginn og var hann því samþykktur.

Þrír stjórnarmeðlimir voru að ljúka sínu kjörtímabili og voru því sæti þeirra laus. Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, Stefán Arnarson og Þórdís Rún Káradóttir voru að ljúka sínu kjörtímabili en Ólöf og Þórdís buðu sig fram til endurkjörs. Þóra Lind Karlsdóttir bauð sig einnig fram og fóru þær því sjálfkrafa í stjórn.

Tekin voru fyrir önnur mál:

Talað var um að byrja aftur á sýningarþjálfunum fyrir deildina þar sem það lýtur út fyrir að vanta mikið. Það er mikið af nýjum aðilum í Huskyinum og væri því sniðugt að byrja jafnvel 3-4 vikum fyrr. Kolbrún Arna bauðst til að hjálpa með sýningarþjálfanir og Þóra Lind var til í að hjálpa til. Það þarf bara að finna húsnæði undir þjálfanirnar þar sem Gæludýr.is hefur fært sig úr Korputorgi og hefur ekki lengur aðstöðu sem hægt er að nota.

Þar sem HRFÍ er með 6 sýningar í ár og dómarinn sem stjórnin ætlaði að óska eftir, Kari Graanas Hansen frá Noregi, er að koma að dæma á sýningu HRFÍ í nóvember í ár, þá ákvað stjórnin að hafa ekki deildarsýningu í ár. Áætlað að skoða hvort að HRFÍ er að áætla að láta hana dæma Huskyinn, og ef ekki þá hvort það sé hægt að nota hana til deildarsýningu á föstudeginum eða mánudeginum í kringum nóvembersýninguna.

Gott væri að halda dag sem deildin væri með saman til að halda utan um nýja og gamla í tegundinni okkar, t.d. Siberian Husky daginn. Væri hægt að hafa þetta saman með Sleðahundaklúbbi Íslands. Væri hægt að nota þennan dag til að bæta orðspor tegundarinnar þannig að fólk sem á ekki Husky hunda geti líka mætt og kynnt sér tegundina.

Á núverandi síðu deildarinnar er virkur ræktandi einhver sem rækandi sem hefur ræktað síðustu 3 ár. En nú eru margir virkir ræktendur þrátt fyrir að vera ekki með got. Spurning um hafa það þannig að í byrjun stjórnarárs verður sent e-mail á ræktendur og þeir spurðir hvort þeir vilji haldast virkir á síðunni en fá ákveðinn tíma til að svara, annars merktir sem óvirkir.

Bikaramálin hafa staðið á hakanum. Ef fólk vill fá eignabikara þá þarf að finna leið sem virkar vel í rúllu og er auðvelt að halda við.

Fundi slitið.
Ólöf Gyða Risten Svansdóttir