Ársfundur 26. mars 2019
Meirihluti stjórnar mætti á fundinn; Guðrún Rut Gunnlaugsdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, og Þórdís Rún Káradóttir. Á fundinn mættu alls 4 sem höfðu borgað félagsgjöld HRFÍ og voru þar með kosningarrétt.
Kári Þórisson var samþykktur sem fundastjóri. Fundurinn var fundinn löggildur þar sem hann hafði verið auglýstur á réttum tíma á heimasíður Siberian Husky deildar, og á heimasíðu HRFÍ.
Þórdís Rún, gjaldkeri, las yfir ársskýrslu deildarinnar. Þar sem ekki finnast gögn frá fyrri part ársins 2018, á enn eftir að klára stigahæstu hunda ársins, ásamt möguleika á að það vanti inn augnskoðanir og mjaðmamyndanir. Ársskýrslan eins og hún var sett fram, var samþykkt af fundargestum.
Þórdís Rún fór svo yfir rekstarreikninga síðasta stjórnarárs og voru engar athugasemdir settar við reikninginn og hann samþykktur.
Tveir stjórnarmeðlimir voru að ljúka sínu kjörtímabili og höfðu ákveðið að bjóða sig ekki fram til endurkjörs. Voru því þeirra sæti laus. Stefán Arnarson og Alexandra Björg Eyþórsdóttir höfðu haft samband við stjórn og boðið sig fram til kjörs þrátt fyrir að ná ekki að mæta á fundinn. Enginn annar bauð sig fram, þannig að þau náðu sjálfkrafa inn kjöri.
Tekin voru fyrir önnur mál:
Talað um stöðu heimasíðunnar og nýja gagnagrunsins. Vinnsla hans hafði stoppað vegna nýrra persónuverndalaga og tók tíma að fá grænt ljós frá HRFÍ (sem þá var að ráðfæra sig við lögfræðing) með hvaða gögn mætti birta í gagnagrunninum. Eins og málin standa núna þarf hver og einn að hafa samband við stjórn ef þeir vilja að nöfn sín birtist sem eigandi hunds í gagnagrunninum. Ákveðið var að nöfn ræktenda birtast alltaf í gagnagrunninum þar sem þeir eru opinberir einstaklingar innan tegundarinnar.
Fundi slitið,
Ólöf Gyða Risten