Á fyrsta aðalfundi deildarinnar voru kosnir 5 aðilar í stjórn, Auður Eyberg Helgadóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Stefán Arnarson til tveggja ára, og Linda Jónsdóttir og Þórdís María Hafsteinsdóttir til eins árs. Þann 25. janúar 2013 sagði Auður Eyberg sig úr stjórn án ástæðu.

Innfluttir hundar á árinu

Alls voru fluttir inn 5 hundar árið 2012.
Rakkarnir Canyonland‘s Sundance Kid, og Kristari‘s Atlas, og tíkurnar Bless Zoe for Star‘n Nordica og Zero Doubt She‘s Nordica. Einnig komu Miðnætur Steaming Hot Aphrodite og  Múla Blanco Islandus aftur heim frá útlandinu.

Fjöldi gota á árinu

Sex Siberian Husky got voru á árinu, alls 36 hvolpar.

Meistarar á árinu

Siberian Husky deildin eignaðist tvo nýja íslenska meistara, rakkann Destiny‘s Fox in Socks og tíkina Miðnætur Colourful Iris.

Augnskoðanir

Haldnar voru 2 augnskoðanir árið 2012.
Tveir Siberia Husky greindust með arfgengt cataract og einn með persistant pupil membrane.

Uppsetning sýningar

Siberian Husky deildin átti að sjá um að setja upp sýninguna og taka niður fyrir nóvembersýningu félagsins og hjálpa til. Fólk úr deildinni okkar var ótrúlega hjálplegt. Við þökkum kærlega fyrir það.

Sýningar

Hundum úr deildinni okkar hefur gengið vel á þessu ári á sýningum. Siberian Husky var í fyrsta sæti í grúbbu 5 á öllum fjórum sýningum ársins og á þrem sýningum þá varð hundur úr deildinni í topp 3 sætum í Besti hundur sýningar.

Febrúarsýningin

BOB: Miðnætur Dawn of Eos
BOS: Miðnætur Rum Tum Tugger

Má við bæta að tíkin Miðnætur Dawn of Eos vann grúbbu 5 og að lokum Besti Hundur Sýningar.
Einnig átti tegundinn Besta Hvolp Sýningar 4-6 mánaða, en það var hann Miðnætur Thunderstruck.
Tíkarhvolpurinn Ísaldar Empress Vanja varð svo þriðji Besti Hvolpur Sýningar 6-9 mánaða.
Tíkin Múla Aska og afkvæmi urðu annar Besti Afkvæmahópur Sýningar.
Miðnætur-ræktun varð þriðji Besti Ræktunarhópur Sýningar.

Júnísýningin

Júnísýningin gekk eins vel fyrir tegundina og hægt hafði verið. En úrslitin voru eftirfarandi:

BOB: Miðnætur Rum Tum Tugger
BOS: Miðnætur Dawn of Eos

Rakkinn Miðnætur Rum Tum Tugger vann grúbbu 5 og varð Besti Hundur Sýningar.
Rakkinn Miðnætur Bad Boy Boogie varð svo Besti Hvolpur Sýningar 6-9 mánaða.
Miðnætur-ræktun átti Besta Ræktunarhóp Sýningar.
Tíkin Bedarra Bambolina Bebe átti Besta Afkvæmahóp Sýningar.

Ágústsýningin

BOB: Miðnætur Colourful Iris
BOS: Desinty‘s Fox in Socks

Tíkin Miðnætur Colourful Iris vann grúbbu 5 og varð þriðji Besti Hundur Sýningar.
Rakkinn Eyberg Ice Spartacus varð annar Besti Hvolpur Sýningar 6-9 mánaða.
Múla-ræktun átti fjórða Besta Ræktunarhóp Sýningar.

Nóvembersýning

BOB: C.I.B. ISCH Anyka‘s Bootylicious Babe
BOS: Destiny‘s Fox in Socks

Tíkin C.I.B. ISCH Anyka‘s Bootylicious Babe vann grúbbu 5.
Rakkinn Ásgarðsheima Get in the Ring varð annar Besti Hvolpur Sýningar 4-6 mánaða.
Miðnætur-ræktun átti Besta Ræktunarhóp Sýningar.
Tíkin Bedarra Bambolina Bebe átti Besta Afkvæmahóp Sýningar.

Stigahæstu hundar deildarinnar

Deildin hefur reiknað út stigahæstu hunda deildarinnar og verður sá stigahæsti heiðraður.
1. Sæti: Miðnætur Rum Tum Tugger
2. Sæti: Destiny‘s Fox in Socks
3. Sæti: Miðnætur Dawn of Eos
4. Sæti: Miðnætur Colourful Iris
5. Sæti: CANCH Wolfriver‘s Ice Thunder Kanuck

Fundargerðir

Allar fundargerðir frá 2012 eru komnar á heimasíðu deildarinnar.

Styrktaraðilar yfir árið

Aðal styrktaraðilinn fyrir Siberian Husky árið 2012 er Gæludýr.is.