Deildarfundur 21. október 2015
Fundur settur.
Mættu 3 úr stjórn; Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, og Stefán Arnarson, ásamt nokkrum deildarmeðlimum.
Tilkynnt var að deildin hafi fengið samþykkta deildarsýningu sem haldin verður þann 9. apríl á næsta ári. Dómarinn sem mun dæma að þessu sinni heitir Donna Beckman en hún hefur verið í tegundinni í 40 ár. Hægt er að sjá meiri upplýsingar um hana hér (http://wp.me/P2K3O7-bV). Einnig var bent á að ef fólk hefur uppástungur að sérhæfðum dómara þá ættu þeir endilega að senda póst með nafni og upplýsingum af dómaranum.
Nóvember sýningin er næsta sýning HRFÍ og er það Siberian Husky deildin ásamt fleirum sem mun þurfa að manna sýninguna; vinna á laugardeginum, setja sýninguna upp og taka hana niður. Vantar deildinni mannskap í það og væri frábært ef fólk biði sig fram í það, en margar hendur vinna létt verk. Stungið var uppá að setja inn tilkynningu með fyrirvara og svo aftur samdægurs eða daginn fyrir til að fá pepp í fólkið, sérstaklega fyrir uppsetninguna.
Minnst var á að fólk vildi fá meiri virkni í deildina en fólk væri mikið í sínu horni og vinna lítið saman. Áður hafi fólk verið að hittast mikið og vinna saman en ekki lengur. Talað var um samstarf milli Siberian Husky deildarinnar og Sleðahundaklúbbs Íslands en það er eitthvað sem var byrjað að ræða áður en formaður klúbbsins sagði af sér. Deildin þyrfti að senda bréf til stjórnar klúbbsins og fá þetta tekið fyrir á fundi svo að ákvörðunin yrði opinber.
Vildu deildarmeðlimir sjá fleiri námskeið sem viðkoma hundum og þóttu feldhirðunámskeiðið sem planað er 28. október n.k. sniðug hugmynd. Fínt væri að hafa einhver námskeið fyrir Siberian Husky eigendur sem eru að fá sinn fyrsta Husky. Einnig var stungið uppá að hafa sleðatauma námskeið með Sleðahundaklúbbnum ef samstarf yrði tekið upp.
Fólk vildi fleiri viðburði og spurst var fyrir um kynningarbæklinginn sem átti að gera en stjórn benti þá á að nefndir deildarinnar lægju eiginlega bara niðri og lítið væri um frumkvæði.
Stungið var uppá tvöfaldan viðburð þar sem hundar myndu sýna sína bestu eiginleika bæði í vinnu og sýningarhringnum. Þá myndu hundarnir draga x vegalengd og svo væri opin sýning. Hundar fengju stig fyrir tíma sinn í hlaupinu og svo stig fyrir sæti sitt á opnu sýningunni. Stigin yrðu svo talin og hundum raðað eftir stigagjöf.
Ákveðið var að reyna alltaf að fara út að borða eftir sýningar og ætlaði Erla að finna stað þar sem hægt væri að fara eftir nóvember sýninguna á sunnudeginum.
Valin var föst helgi fyrir útileigur deildarinnar en ákveðið var að hafa hana alltaf í síðustu helginni í júní, sem mun vera 25-26. júní á næsta ári.
Áður fyrr hafi verið hist og haft kaffi og gaman og var þá vel mætt. Hugsinin væri að halda aðventukaffi þar sem allir myndu koma með eitthvað smotterí og gætu talað og haft gaman. Jafnvel að hafa smá göngu áður.
Fundi slitið.
Ólöf Gyða Risten, ritari