Skráning hafin!! Skráningarfrestur til og með föstudeginum 1. apríl.

Minnum á að HRFÍ er að bjóða nýjum félagsmönnum aðild í félagið frítt (nýjir = hafa aldrei verið skráðir eða ekki skráðir í 2 ár eða meira). Endilega nýta þetta tækifæri!

Fyrsta deildarsýning Siberian Husky deildar verður haldinn þann 9. apríl 2016. Dómarinn sem mun dæma að þessu sinni er Donna Beckman frá USA. Sýningin verður haldin í húsnæði Gæludýr.is á Korputorgi.

Hægt verður að skrá í alla hefðbundna flokka eins og á sýningum HRFÍ, ásamt geldan flokk sem útskýrður er hér að neðan. Einnig mun vera boðið uppá afkvæma- og ræktunarhópa, ásamt pari. En skráning í þá flokka mun fara fram á sýningunni sjálfri.

Donna mun einnig vera með fyrirlestur um tegundina en nákvæmar upplýsingar um fyrirlesturinn koma síðar.

Að skrá í hefðbundna flokka:

Skráning er hafin og lýkur föstudaginn 1. apríl. Skráning fer fram í gegnum skrifstofu HRFÍ.

Frá HRFÍ: Hægt er að skrá á sýningarnar í gegnum síma á opnunartíma skrifstofu með kredikorti eða maestro debetkorti, vinsamlega verið með kortaupplýsingar við hendina við skráningu (kortanúmer, gildistími og öryggisnúmer). Ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka. Einnig er eins og áður hægt að skrá hunda á sýninguna á skrifstofu félagsins að Síðumúla 15 á opnunartíma skrifstofu sem er 10.00-15.00 alla virka daga. Sími: 588-5255.

Hvolpaflokkur                                                                  2.700 kr.
Ungliða/unghunda/opinn & meistaraflokkur                    5.300 kr.
Öldungaflokkur                                                                5.300 kr.
Afkvæma/Ræktunarhópur/Parakeppni                            0 kr. (skráning fer fram á sýningunni)

Skrái sami eigandi fleiri en tvo hunda á fullu verði (gildir ekki um hvolpa og öldunga) er gefinn helmingsafsláttur af skráningargjaldi þriðja, fjórða…o.s.frv.

Að skrá í geldan flokk:

Samvkæmt sýningarreglum HRFÍ stendur: “Dómari skal ganga úr skugga um að hundur/rakki hafi rétt staðsett og eðlileg eistu. Hundur sem ekki hefur rétt staðsett og eðlileg eistu (sama hver ástæðan er) fær einkunnina 0 (disqualified). Óheimilt er að sýna hund, hafi eistu verið færð niður með skurðaðgerð.” Því höfum við ákveðið að búa til sér flokk fyrir gelda hunda (tíkur og rakka) þar sem þeir geta fengið umsögn og í lokin verður valinn besti geldi hundur sýningar. Hægt er að skrá hund í bæði hefðbundinn flokk og geldan flokk, sem lengst að hundurinn sé geldur. ATH! Hundar sem aðeins eru skráðir í  gelda flokkinn munu ekki keppa við hefðbundnu flokkana, aðeins sín á milli, því taka þeir ekki þátt í afkvæma-, ræktunar- og parakeppnum.

Til að skrá í gelda flokkinn þarf að senda e-mail á huskydeild@gmail.com með ættbókanafni og ættbókanúmeri hunds sem skráður er. Einnig þarf að leggja inn gjaldið á reikning deildarinnar og senda kvittun í sama e-mail.
Reikningsnúmer: 331-26-6520
Kennitala: 650314-0420

Geldur flokkur                              2.000 kr.

Frá stjórn:

Stjórn Siberian Husky deildar vill ítreka það að enginn einstaklingur í stjórn hefur verið eða mun vera í persónulegum samskiptum við Donnu. Aðeins hefur verið haft samband við hana hvað varðar sýninguna og fyrirlesturinn og hafa þau samskipti farið í gegnum netfang stjórnarinnar.
Þegar Donna kemur til landsins mun hún verða sótt uppá flugvöll af hlutlausum einstakling (hugsanlega starfsmanni sýningarinnar) sem ekki er tengdur Siberian Husky tegundinni. Það er ekki fyrr en sýningunni er lokið að stjórnarmeðlimir fái að kynna sig fyrir henni.

Um Donnu Beckman

Donna Beckman has been an owner/exhibitor/breeder of Siberian Huskies for 40 years.  She has served the Siberian Husky Club of America, Inc., in many elected and appointed capacities, including as President, Show Chairman, Newsletter Editor, and SHCA’s Delegate to the American Kennel Club.  Currently she is SHCA Judges’ Education Chairman and a member of the Illustrated Standard Committee.

In 2012, she was honored by SHCA as the recipient of the Peggy Grant Award for lifetime service to the Club and the Breed, and in 2014 she was named a Life Member of SHCA.  Although only mushing recreationally, Donna and her husband Ric have been avid supporters of many Iditarod teams, and Ric rode the second sled for the Alaskan-Anadyr team at the Ceremonial Start of the 1999 Iditarod.

Donna is the co-breeder many, many Champions in the USA and in foreign countries.  She is co-breeder and/or co-owner of multiple Best in Show, Group-winning, Group-placing, and highly ranked Siberian Huskies in the US and several foreign countries, including a 32-time US Best-in-Show winner, SHCA Top-20 winner, and Award of Merit winners at National Specialties.

She is the author of a book on the Siberian.  She is approved by the AKC to judge a number of breeds, and has judged and educated fanciers and judges in the US and other countries, including having judged the SHCA National Specialty.  She is honored to receive the invitation to judge the first specialty for the Siberian Husky Club of Iceland.

Sýnendur

Stjórnin leitaði til Ungmennadeildar HRFÍ við að fá aðstoð við að sýna á deildarsýningunni sem haldin verður 9. apríl n.k. Hér að neðan er listi af stelpum sem er til í að hjálpa, og við hvetjum fólk eindregið að hafa samband við þær ef fólk þarf aðstoð með að sýna hund.

Þóknun fyrir að sýna sem er misjöfn eftir sýnendum og samningsatriði á milli sýnanda og eigenda hunda.

Berglind Gunnarsdóttir 618-4501 berglind2000@gmail.com
Birgitta Ýr 865-5269 birgittaayr@gmail.com
Brynja Kristín 659-2295 brynjakristinm@gmail.com
Edward Birkir 868-8840 edwardbirkir@gmail.com
Elena Mist 788-1743 elenamist12@gmail.com
Ingunn Birta 863-2473 ingunnomars@gmail.com
Íris Egilsdóttir 618-7092 irise@btnet.is
Stefanía Stella 865-9092 annadisan@gmail.com
Vaka Víðisdóttir 775-8968 nottin1@hotmail.com

deildarsyning_2016