Got í gangi og væntanleg got

Hér verða auglýst væntanleg got og got sem eru í gangi sem Siberian Husky deildin mælir með.

Til þess að geta auglýst á þessari síðu er nauðsynlegt að vera skráður í Siberian Husky deildina, það er gert hjá HRFÍ að kostnaðarlausu.

Einungis er hægt að auglýsa væntanlegt got sé búið að staðfesta það að tíkin sé hvolpafull (annað hvort af dýralækni eða með sónar/röntgen).

Got sem auglýst eru í Got í gangi verða höfð inni í 8 vikur, séu allir hvolparnir seldir fyrir þann tíma verður auglýsingin tekin út.
Séu hvolpar óseldir eftir þessar 8 vikur er ræktanda bent á að senda inn nýja auglýsingu með upplýsingum um þá hvolpa sem eru óseldir.

Vinsamlegast sendið okkur upplýsingar um foreldra, heilsufarsniðurstöður sem og niðurstöður sýninga og vinnuprófa (séu þær til staðar).

Vert er að benda á að stjórn Siberian Husky deildar mælir eingöngu með gotum undan hundum sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Eru eru með A, B eða C niðurstöðu í mjaðmamyndum.
Hafa fengið Excellent eða Very Good á sýningum.
Hafa gilt augnvottorð.

Stjórn Siberian Husky Deildar


Hundar til sölu

Engir hundar til sölu eins og er.


Got í gangi

Engin got í gangi eins og er.


Væntanleg got

Engin got væntanleg eins og er.