Hundar munu gera næstum allt sem við biðjum þá um að gera. Spurningin er: Viljum við biðja þá um að gera eitthvað sem þeir eru byggingalega ófærir um að gera án þess að brotna niður? Er það virkilega það sem við viljum gera við tryggan félaga? Því meira sem við lærum um byggingu hunda, því meira skiljum við um hvað er sanngjarnt að við biðjum hundana okkar um að gera, miðað við byggingarlega styrki og veikleika þeirra.

 

Helgina 29.-30. nóvember mun Siberian Husky deildin standa fyrir námskeiði þar sem hin virta Pat Hastings mun fjalla um byggingu hunda og leið sína til að meta 8 vikna hvolpa. Um er að ræða helgarnámskeið frá kl. 8-18. Í boði verða veitingar í hléum.

 

DAGUR 1 – Laugardagurinn 29. nóvember

Dagur 1 verður samsettur af tveimur af námskeiðum Pat Hastings; Structure in Action og Puppy Puzzle, ásamt gildi þess að meta byggingu fullorðinna hunda sem verið er að íhuga að nota til ræktunar, í vinnu eða performance keppnum. Einnig verður rætt hvernig má minnka hættuna á meiðslum vegna byggingar í vinnu- og performance hundum.

DAGUR 2 – Sunnudagurinn 30. nóvember

Dagur 2 verður verklegur og verður deginum eytt við að meta hvolpa og fullorðna hunda með það sem lært var deginum áður í huga.

 

Á dagskrá:

  • Hvernig á að meta byggingaleg gæði hvolpa
  • Grunnur í byggingu hunda
  • Veiku hlekkirnir
  • Hvernig á að meta byggingaleg gæði fullorðinna hunda
  • Hvað hundurinn þinn getur og hvað hann ætti ekki að vera að gera?
  • Hugmyndir sérfræðings um hvernig á að styrkja byggingu og minnka hættuna á meiðslum
  • Spurningar og verklegur hluti með hundum

 

Pat Hastings

Pat er vel virt í hundaheiminum sem kennari, höfundur og AKC dómari. Hún er þekkt fyrir Puppy Puzzle myndbandið sitt, og metur byggingarleg gæði yfir 300 gota á ári.

Pat hefur verið í hundaheiminum síðan 1959. Ferill hennar fór úr að vera sýnandi sinna hunda yfir í að verða atvinnusýnandi, kennari og AKC dómari fyrir Working, Herding og Non-Sporting grúbburnar (samkvæmt AKC fyrirkomulaginu), 22 Terrier tegundir, Unga Sýnendur og Best in Show. Hún hefur skrifað margar greinar sem hafa birst í hundablöðum eins og Doberman Review, Dog News, NAIA News og the AKC Gazette.

 

Skráning og verð

Fyrir miðnætti 10. ágúst – 17.000 kr. (15% afsláttur)
Fyrir miðnætti 10. nóvember – 20.000 kr.
Síðasti skráningardagur – 10. nóvember!

Almennt verð á námskeiðið er 20.000 kr. En ef skráð er fyrir miðnætti þann 10. ágúst fæst 15% afsláttur, eða námskeiðið á 17.000 kr. Eftir miðnætti þann 10. ágúst er skráningargjald á námskeiðið 20.000 kr. Ekki er tekið við skráningu eftir miðnætti þann 10. nóvember!

Til að skrá sig á námskeiðið skal senda nafn, símanúmer og hundategund/ir sem viðkomandi á í netfangið
huskydeild@gmail.com. Einnig skal senda kvittun um greiðslu í sama e-mail. Ef greiðandi er ekki sá sami og er að fara á námskeiðið, skal setja nafn þáttakanda í námskeiðinu sem skýringu í kvittuninni.

ATH! Greiðsla þarf að fylgja skráningu!

Reikningsnúmer: 331-26-6520
Kennitala: 650314-0420

 

Til sölu

Einnig verða bækur Pat Hastings til sölu á námskeiðinu, ásamt Puppy Puzzle DVD disknum hennar og “Canine Terminology” eftir Harold R. Spira. Mun vera tekið á móti bæði debit og credit kortum.

 

Q&A

Q: Have you personally worked with sled dogs?
A: Yes, I personally have worked with sled dogs. I work with some of the top Iditarod mushers and I am working with the Park Rangers at Denali National Park on their breeding program for the park dogs. (I have also worked at the Iditarod)

 

pat-hastings01_2014_700px