Lifranammi
Lifranammi sem allir hundar elska! Ekki slæmt að það klístrast svo ekki neitt! Uppskrift að hætti Auðar Valgeirsdóttur.
Setjið lifrina á ofnskúffu (gott að hafa bökunarpappír), stillið ofninn á 200°C og setjið lifrina inn. Þegar hitinn er orðinn 200°C þá er best að lækka hann í ca. 150°C og baka í ca. 2 tíma. Slökkvið þá á ofninum og látið hann kólna en lifrin á að vera inni í ofninum á meðan.
Takið hana svo út, skerið í passlega bita og frystið afganginn.
Þetta nammi klikkar ekki! Munið að nota það samt bara spari.
Lifrin á ekki vera frosin, þarf ekki að sjóða eða neitt
Leave a Reply