Ræktunarreglur
Undaneldistdýr þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði svo að hvolpar undan þeim fáist ættbókarfærðir hjá Hundaræktarfélagi Íslands (HRFÍ)
Undaneldi:
- Lágmarksaldur tíka við pörun er 24 mánuðir.
- Ef tík er pöruð eftir 7 ára aldur skal fylgja pörunarvottorði vottorð frá dýralækni, sem staðfestir að tíkin hafi verið í líkamlega góðu ástandi fyrir pörun og geti gengið með hvolpa og alið önn fyrir þeim án þess að það komi niður á heilsu hennar. Vottorð dýralæknis má ekki vera eldra en mánaðargamalt við pörun. Einungis er heimilt að taka eitt got frá tík með þessum hætti.
- Óheimilt er að para tík sem er orðin 7 ára gömul hafi hún ekki átt hvolpa áður og aldrei skyldi para tík sem náð hefur 10 ára aldri. Hvolpar úr slíkum gotum fást ekki ættbókarfærðir.
- Tík skal að hámarki eiga fimm got um ævina, öll got meðaltalin. Tryggja skal að tík fái nægilega hvíld á milli gota, að jafnaði 1-2 lóðatímabil en alltaf að lágmarki 11 mánuði.
- Tík sem tvisvar hefur gengist undir keisaraskurð má ekki nota áfram til undaneldis. Hvolpar undan henni fást ekki ættbókafærðir.
Mjaðmamyndir:
- Undaneldisdýr skulu mynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun (Gildir frá 01.03.2009).
- Greinist hundur með D eða E mjaðmir skal hann skráður í ræktunarbann (Gildir frá 16.06.2015).
Augnvottorð:
- Ræktunardýr skulu augnskoðuð fyrir pörun (01.03.2009).
- Augnvottorð má ekki vera eldra en 12 mánaða við pörun undaneldishunda (01.03.2009).
- Greinist hundur með staðfesta arfgenga vaxandi starblindu (cataract) mun hann verða skráður í ræktunarbann (Gildir frá 01.03.2009).
- Greinist hundur með arfgenga vaxandi sjónurýrnun (PRA) fást hvolpar undan honum ekki ættbókarfærðir. Hundurinn, foreldrar og afkvæmi hans eru sett í ræktunarbann (Gildir frá 01.09.2012).
Leave a Reply