Fundur var settur.

Mættir eru Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Stefán Arnarson.

Stjórnin ætlar að halda fund með deildarmeðlimum og ræða nokkra hluti, ásamt því að fá fólk í nefndir til að efla deildina enn meira. Áætlað er að fundurinn verður 7. október kl. 20.

Talað var um að hafa dráttarhittinga nokkrum sinnum í mánuði. Þetta verður rætt en frekar á fundinum þann 7. október.

Hugað er að halda snyrtinámskeið fyrir Husky eigendur. Spurningin var að hafa eitt námskeið þar sem bara er farið yfir almenna snyrtingu og böðun Husky, og svo eitt námskeið fyrir sýningarsnyrtingu.

Bingóið var rætt og farið aðeins yfir hverja væri hægt að hafa samband við.

Planið er að búa til kynningarplaggat til að hafa á kynningum eins og Stórhundadögum í Garðheimum, deildarsýningum o.fl.

Sýningarþjálfanir fyrir næsta ár var pantað hjá Gæludýr.is.

Fundi slitið.

Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, ritari