Mættir eru Guðrún Rut Gunnlaugsdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Þórdís Rún Káradóttir.

Farandbikar hafði ekki borist til stjórnar frá september 2015 og var póstur sendur á handhafa bikarsins um skil á bikarnum.

Planið er að halda „Dag Siberian Huskysins“ til að kynna almenning fyrir tegundinni okkar. Hugmyndin kom upp á Pálínuboðinu sem haldið var 18. maí s.l. á vegum deildarinnar. Siberian Huskyinn hefur komið illa fram í fjölmiðlum síðast liðiðn ár að slæmt orð liggur á tegundinni. Þessu þarf að breyta og er dagurinn fyrsta skref deildarinnar til að bæta orðspor tegundarinnar. Einnig er planið að tala við Sleðahundaklúbb Íslands og sjá hvort þau vilji vera með. Ef svo er þá þarf að funda frekar með þeim og fara í að plana daginn.

Planað er að sækja um deildarsýningu í apríl 2018. Stjórnin mun funda sérstaklega til að sjá hversu mörgum hundum við munum eiga von á og klára umsóknarferlið.

Fundi slitið.
Ólöf Gyða Risten, ritari