Stjórnarfundur 12. janúar 2016
Mættir eru Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Linda Jónsdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Stefán Arnarson, einnig var Sigríður Þorgrímsdóttir á Skype.
Búið var að tala við HRFÍ og mun skráning á deildarsýninguna hefjast eftir að skráning á sýningu HRFÍ lýkur, eða 1. febrúar og mun standa til 1. apríl.
Donna mun vera með námskeið fyrir dómara og dómaranema morguninn á sunnudeginum, 10. apríl, og svo ýtarlegri námskeið fyrir Siberian Husky eigendur og áhugamenn eftir hádegi.
Ákveðið var að hafa flokk fyrir gelda Siberian Husky hunda sem myndi kosta minna en venjulegt skráningargjald. Geldu hundarnir myndu þó ekki keppa við hina hundana, heldur yrði valinn besti geldungur sýningar.
Fundi slitið.
Ólöf Gyða Risten, ritari