Mættir eru Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Stefán Arnarson.

Sendur var póstur á Donnu en hún hafði sent stjórninni uppástungu að uppsetningu námskeiða sem hægt væri að halda sunnudaginn 10. apríl 2016 eftir deildarsýninguna. Deildarsýningin var plönuð enn frekar.

Deildin hefur ekki pantað dagsetningar hjá Gæludýr.is undir sýningarþjálfanir en þar sem skráningum hefur fækkað á sýningar HRFÍ hafa fáir mætt á sýningarþjálfanir deildarinnar og fer of mikill tími stjórnarinnar í þjálfanirnar miðað við kostnað. Planað er þó að hafa nægar sýningarþjálfanir fyrir deildarsýninguna. Mun stjórnin leggja það í hendur nýrrar stjórnar að ákveða framhald með sýningarþjálfanir eftir næsta aðalfund. Núverandi stjórn mun klára alla vinnu og allt sem tengist deildarsýningunni, þrátt fyrir að ný stjórn taki eftir næsta aðalfund.

Fundi slitið.

Ólöf Gyða Risten, ritari