Mættir eru Þórdís Rún Káradóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Stefán Arnarson.

Farið var yfir uppgjörið frá HRFÍ fyrir deildarsýningunni og er áætlað að deildin fái 152.993 kr (án vsk). Nánari sundurliðun frá deildarsýningunni mun koma fram á ársreikning deildarinnar.

Planið er að sækja um deildarsýningu milli mars og júní á næsta ári. Að þessu sinni er planið að fá dómara frá Evrópu til að halda kostnaði niðri.

Einnig ætlar deildin að reyna að standa fyrir bingói. Deildin þarf bara að finna sal sem er nægilega stór, þar sem Sólheimakot var ekki nægilega stórt fyrir gesti síðast.

Til að auka virkni innan deildarinnar vill deildin halda námskeið. Ef fólk hefur einhverjar hugmyndir eða vilja eitthvað ákveðið námseið, endilega sendið okkur póst á huskydeild@gmail.com.

Búið er að biðja Donnu Beckman um að skrifa grein um upplifun hennar á tegundinni hér á Íslandi; það góða og slæma. Einnig var hún beðin um að gefa okkur ráð. Hún hefur tekið beðni okkar og mun vonandi skrifa greinina fljótlega.

Nú styttist í nóvember sýningu HRFÍ og er það eins og alltaf, sýningin sem deildin þarf að sjá um og hjálpa við að setja upp, taka niður og manna á sýningardögum. Þetta hefur áhrif á hvort að deildin geti haft deildarsýningar og biðjum við því áhugasama um að hafa samband í netfangið sem minnst var á hér að ofan. Einnig er búið að redda bikurum fyrir sýninguna. Planið er að fara út að borða eftir sýninguna í nóvember, það verður auglýst síðar.

Stórhundadagar munu vera haldnir í Garðheimum 8-9. október og er planið að deildin verði með bás. Þeir sem eru til í að manna básinn mega endilega hafa samband.

Það hefur lengi verið planið að vinna í kynningabækling fyrir tegundina til að hafa á Stórhundadögum og á álíka kynningaratburðum. Það þarf að virkja nefndirnar sem voru í deildinni og fá þær til að hittast aftur og komast á ról.

Fundi slitið.
Ólöf Gyða Risten, formaður