Mættir eru Erla, Vilhelmína Vignisdóttir, Þórdís Rún Káradóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Stefán Arnarson.

Áætlað er að aðalfundur deildarinnar verður haldinn mánudaginn 20. febrúar kl. 19. Tveir stjórnarmeðlimir eru nú að ljúka sínu kjörtímabili, Erla og Sigríður. Búið er að senda póst á HRFÍ til að taka frá skrifstofu félagsins. Mun fundurinn vera auglýstur frekar þegar húsnæði er staðfest.

Ákveðið var að hafa hitting fyrir deildarmeðlimi þann 19. febrúar kl. 15 heima hjá Erlu þar sem allir geta komið með smotterí að borða og haft gaman saman.

Stórhundadagar í Garðheimum verða haldnir 11-12. febrúar og eru flestir stjórnarmeðlimir uppteknir þá helgi þannig að aðrir deildarmeðlimir verða að dekka tíman (12 – 17). Búið er að setja inn innlegg á Siberian Husky (HRFÍ) grúbbuna á Facebook þar sem fólk getur skráð sig.

Lokahóf deildarinnar verður haldin laugardaginn 18. mars. Frekari upplýsingar koma fram síðar. Öll hjálp er vel þegin við plön lokahófsins. Þeir sem eru til í að hjálpa geta sent á stjórnina e-mail á huskydeild@gmail.com.

Sýningarþjálfanir munu hefjast að nýju fyrir mars sýninguna. Tímasetningar munu vera auglýstar síðar.

Var verið að pæla að halda deildarsýningu í júlí/ágúst. Enn er verið að vinna í því að gera kostnaðaráætlun og finna nákvæma dagsetningu.

Planið er að halda skyndihjálparnámskeið fyrir hunda. Enn er verið að festa niður allar upplýsingar.

Fundi slitið.
Ólöf Gyða Risten, formaður