Fundur var settur.

Mættir eru Alexandra Björg Eyþórsdóttir, Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Linda Jónsdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Stefán Arnarson.

Stjórnin fékk símhringingu frá talsmanni Pat Hastings og rætt var um námskeiðin sem við erum að plana í lok nóvember. Talað var að setja saman tvö námskeið yfir tvo daga, um er þá að ræða blöndu af Puppy Puzzle námskeiðinu og Structure in Action. Þá væri hægt að velja hvort að fólk skrái sig báða dagana eða bara á fyrri daginn. Send voru e-mail til að fá frekari upplýsingar.

Þar sem pylsur voru afgangs eftir grillið um daginn þá ákvað stjórnin að bjóða Siberian Husky eigendum uppá grillaðar pylsur eftir sýninguna á laugardeginum.

Rætt var um að hafa Bingó í 18. október kl. 13. Ákveðið var að halda bingófund eftir júní-sýninguna.

Fundi slitið.

Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, ritari