Stjórnarfundur 16. október 2014
Fundur var settur.
Mættir eru Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Linda Jónsdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Stefán Arnarson.
Frá fundinum með Siberian Husky eigendunum kom upp sú uppástunga að hafa samband við Maríu Björk Guðmundsdóttur og spyrja hvort hún hefði áhuga á að vera fjölmiðlafulltrúi tegundarinnar, eða alla veganna vera með í auglýsinganefnd deildarinnar.
Planað var að setja inná heimasíðu deildarinnar þannig að fólk geti skráð sig á póstlista deildarinnar.
Svarað var pósti sem hafði borist stjórninni í gegnum Facebook síðu deildarinnar.
Ákveðið var hverjir í stjórninni myndu fara á fulltrúaráðsfund HRFÍ sem verður 21. október.
Sendur var póstur á sýningarstjórn til að fá að vita frekar hversu marga einstaklinga deildin þyrfti að redda til að vinna á nóvembersýningunni. Einnig var beðið um skipulagið fyrir næsta ár og hvaða deildir myndu vera að vinna með okkur.
Fundi slitið.
Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, ritari
Leave a Reply