Stjórnarfundur 18. febrúar 2018
Mættir eru Guðrún Rut Gunnlaugsdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Stefán Arnarsson.
Ákveðið var að halda ársfundur deildarinnar fimmtudaginn 22. mars kl. 19:30. Send hefur verið fyrirspurn á skrifstofu HRFÍ um að fá að nota skrifstofuna undir ársfundinn. Fundurinn verður auglýstur betur síðar.
Þar sem komist var að því að dómarinn sem var verið að hugsa um að fá að dæma á deildarsýningu er að koma og dæma á sýningu HRFÍ í nóvember, ásamt því að það verða alls sex sýningar á árinu, þá var ákveðið að fresta deildarsýningunni til 2019.
Planið er að halda 2-3 fjáraflanir fyrir deildarsýninguna, bingó, uppboð eða álíka. Ákveðið hefur verið að halda bingó 12. maí með fyrirvara um breytta dagsetningu. Þeir sem eru til í að hjálpa að finna vinninga er velkomið að hafa samband við okkur.
Fundi slitið.
Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, ritari