Stjórnarfundur 2. maí 2017
Mættir eru Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Guðrún Rut Gunnlaugsdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, Stefán Arnarson og Þórdís Rún Káradóttir.
Erla bauð sig fram sem gjaldkera og var tekið vel í það. Ólöf var sett í ritarastarfið. Þórdís og Stefán buðu sig fram til formanns og varð Þórdís fyrir valinu.
Ákveðið að hafa Pálínuboð hjá Erlu fimmtudaginn 18. maí. Byrja á því að labba aðeins um Elliðarárdalinn og svo koma allir með eitthvað til að japla á og hittast heima hjá Erlu eftir gönguna.
Fundi slitið.
Ólöf Gyða Risten, ritari