Mættir eru Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Guðrún Rut Gunnlaugsdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, Stefán Arnarson og Þórdís Rún Káradóttir.

Erla bauð sig fram sem gjaldkera og var tekið vel í það. Ólöf var sett í ritarastarfið. Þórdís og Stefán buðu sig fram til formanns og varð Þórdís fyrir valinu.

Ákveðið að hafa Pálínuboð hjá Erlu fimmtudaginn 18. maí. Byrja á því að labba aðeins um Elliðarárdalinn og svo koma allir með eitthvað til að japla á og hittast heima hjá Erlu eftir gönguna.

Fundi slitið.
Ólöf Gyða Risten, ritari