Stjórnarfundur 2. október 2018
Mættir eru Guðrún Rut Gunnlaugsdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, og Þórdís Rún Káradóttir.
Verið að skoða að halda deildarsýningu í apríl. Þarf fljótlega að sækja um vegna umsóknarfrests. Þarf að skoða staðsetningu þar sem Gæludýr.is er ekki lengur með frítt húsnæði.
Planið er að taka þátt í Stórhundadögum helgina 6-7. október. Auglýst var eftir fólki sem væri til í að sitja í básnum með hundana sína og kynna tegundina, en Stórhundadagar standa yfir frá kl. 13-16.
Stefnt á það að halda bingó 2. febrúar 2019. Öll hjálp við söfnun vinninga er vel þegin.
Haft var samband við HRFÍ og spurt frekar um nýju persónuverndarlögin, en áður var búið að segja að ekki mætti birta nafn eiganda, augnskoðanir, mjaðma-, né sýninganiðurstöður hunds, nema með leyfi eiganda. HRFÍ gaf það svar nú um daginn að það það mætti nú birta allar upplýsingar nema nafn eiganda. Til að nafn eiganda hunds birtist þá þarf eigandinn að gefa skýrt leyfi fyrir því. Planið er nú að halda áfram með síðuna og vonandi kemst hún í loftið fyrir lok árs.
Möguleiki að halda sýningaþjálfanir fyrir nóvember sýninguna. Hugsanlega 2 vikum fyrir, og tvisvar í viku. Dagsetningar auglýstar síðar.
Svo nálgast nóvember sýning HRFÍ og eins og venjulega sér Siberian Husky deildin um hana og þarf að manna í stöður. Sjálfboðaliðar mega hafa samband við stjórnina.
Fundi slitið,
Ólöf Gyða Risten, ritari