Stjórnarfundur 21. ágúst 2014
Fundur var settur.
Mættir eru Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Linda Jónsdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Stefán Arnarson.
Litið var á Sali fyrir námskeiðið með Pat Hastings. Mun fljótlega koma í ljós hvaða salur verður fyrir valinu.
Planað er að hafa kynningu á sleðahundasportinu í samvinnu við Sleðahundaklúbb Íslands þann 9. september.
Guðmundur Smári Guðmundsson og Sunna Berglind Sigurðardóttir bjuggu til viðmót fyrir okkur til að setja inn upplýsingar fyrir gagnagrunn. Mun stjórnin vinna í að þróa þetta með þeim.
Sendur var póstur á HRFÍ til að panta Sólheimakot fyrir bingóið 18. október. Eftir helgina mun vera farið í það að safna vinningum.
Deildin ætlar að hafa bás á afmælishátíð HRFÍ þann 4. september.
Fundi slitið.
Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, ritari
Leave a Reply