Mættir eru Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, Þóra Lind Karlsdóttir, og Þórdís Rún Káradóttir.

Erla bauð sig fram sem formaður, Þórdís sem gjaldkeri og Ólöf sem ritari. Þar sem enginn aðrir bauð sig fram til verkanna voru þær sjálfkrafa settar í hlutverkin.

Þóra fór á fulltrúaráðsfund HRFÍ þann 17. apríl sl. þar sem talað var um umbunarkerfi sem er verið að vinna í. Þetta umbunarkerfi ætti að fara uppí allskonar gjöld sem viðkoma félaginu (þó ekki upp í félagsgjaldið). Rædd voru húsnæðismál. HRFÍ er að leita að húsnæði í kringum Reykjavíkursvæðið og þá húsnæði álíka og skemma sem hægt væri að nýta undir námskeið, sýningar og fleira, þetta væri einnig fínt til að fá inn tekjur til félagsins.

Það þarf að fresta bingóinu til laugardagsins 26. maí kl. 14. Nú þegar komnir nokkrir vinningar en deildin keypti sér svo bingóvél og spjöld. Verið er að leita að húsnæði undir bingóið.

Fundi slitið,
Ólöf Gyða Risten, ritari