Mættir: Alexandra Björg Eyþórsdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, Erla Vilhelmína Vignisdóttir og Stefán Arnarso.

– Ákveðið hefur verið að fyrir hverja sýningu verður haft samband við þá ræktendur sem eiga hvolpa á sýningaraldri og þeir beðnir um að kaupa verðlaun fyrir hvolpaflokkana.

– Pat Hastings svaraði okkur en við höfðum sent henni e-mail um að fá hana til að halda námskeið á íslandi, hún benti okkur á að Brynja Tomer hjá Smáhundadeild væri að reyna að fá hana líka, svo við sendum Brynju e-mail um hugsanlegt samstarf í innfluttningu á henni.

– Auglýstum Stórhundadaga, og eftir fólki sem hefur áhuga á að manna básin.

– Fyrsta mál á dagskrá eftir aðalfund er að skipuleggja páskabingó.

– Árskýrsla skrifuð.

Fundi slitið.

Alexandra Björg Eyþórsdóttir, ritari