Mættir eru Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, og Þóra Lind Karlsdóttir.

Talað var um fundinn sem HRFÍ hélt um hvað væri hægt að gera í ár þar sem HRFÍ á 50 ára afmæli í ár. Stungið var uppá að hafa Laugavegsgöngu sem myndi enda í Hljómskálagarðinum þar sem yrðu kynningar á tegundum og fólk gæti kynnt sér þær tegundir sem þau hafa áhuga á og talað við eigendur þessara tegunda.

Ársfundur deildarinnar verður haldinn 26. mars kl. 19:30. Stjórnin hafði samband við skrifstofu félagsins um að auglýsa fundinn og að pláss sé laust á skrifstofunni þann daginn. Að þessu sinni eru tveir stjórnarmeðlimir að ljúka sínu kjörtímabili, Erla Vilhelmína Vignisdóttir og Guðrún Rut Gunnlaugsdóttir. Hvorug gefur kost á sér til endurkjörs.

Stjórinni barst fyrirspurn um að skoðað yrði að ef hundar greinast með Primary Glucoma (sögð arfgeng) ættu þeir að vera settir í ræktunarbann. Stjórnin þarf að afla sér meiri upplýsinga um sjúkdóminn og sjá hvort ástæða sé til.

Verið er að vinna í nýjum gagnagrunni deildarinnar. Eins og er er verið að vinna í því að fara í kringum það að birta persónugögn þar sem ný persónuverndalög banna að nöfn einstaklinga séu birt á netinu án þeirra leyfis. Þeir sem vilja að nöfn sín komi fram í gagnagrunni deildarinnar þurfa að senda stjórninni vefpóst á huskydeild@gmail.com.

Fundi slitið,
Ólöf Gyða Risten, ritari