Fundur settur 26. janúar 2013.

Mættir eru Stefán Arnarson, Linda Jónsdóttir og Ólöf Gyða Risten Svansdóttir.

Borist hafði deildinni bréf frá Auði Eyberg Helgadóttur þar sem hún sagði af sér úr stjórn deildarinnar. Sem þýðir að það séu 3 sæti laus í stjórninni, 2 sæti til tveggja ára og 1 sæti til eins árs, til að klára tímabil Auðar. Ákveðið var að aðalfundur Siberian Husky deildarinnar yrði laugardaginn 23. febrúar kl. 19.

Rætt var um bikaramál  og ákveðið var að talað yrði við Gæludýr.is um hvort þau vildu styrkja deildina og gefa bikara fyrir Huskyinn.

Stjórn ætlar einnig að tala við Gæludýr.is og finna tíma þar sem deildin getur haft sýningaþjálfanir.

Ákveðið var að tala við einstakling sem hefur þekkingu á forritun, og gæti hjálpað deildinni að gera betri gagnagrunn sem léttara væri að uppfæra.

Einnig var unnið í að skrifa árskýrslu deildarinnar 2012, en þó var hún ekki kláruð.

Fundi slitið.