Fundur var settur.

Mættir eru Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Linda Jónsdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Sigríður Þorgrímsdóttir (á Skype).

Þar sem fáir buðu fram hendur sínar í fjáröflunarnefndina var ákveðið var að sameina viðburðar- og fjáröflunarnefndina undir heiti viðburðarnefndarinnar.

Viðburðarnefnd: Skipuleggur viðburði með/án hunda. Skipuleggur fjáraflanir, göngur, hittinga, útilegur, lokahóf og aðra skemmtilega viðburði.

Eftir það var farið að raða í nefndir:

Viðburðarnefnd: Vinnunefnd:
Eva Rakel
Elísa Hafdís
Una Nikk
Viktoría Lýðsdóttir Hirst
Sigurbjörg Jóhanna
Diðrik Stefánsson
Kolbrún Arna
Olga Rannveig
María Björk
Viktoría Lýðsdóttir Hirst
Jill Anette
Fræðslunefnd: Sýningarnefnd:
Kolbrún Arna
María Björk
Elísa Hafdís
Eva Rakel
Inga Rós
Diðrik Stefánsson

Fyrsta verkefni fræðsunefndar yrði að setja upp fræðslubækling um tegundina. Vinnunefndin fer strax í það að skoða hvernig uppsetning vinnuprófa er erlendis og sjá hvað hentar íslenskum aðstæðum. Einnig er sett í hendur vinnunefndarinnar að kynna sleðahundasportið.

Rætt var um tvöföldu maísýningu en sýningarstjórn hafði beðið allar deildir að redda 2 aðilum í annað hvort uppsetningu/niðurtöku eða að vinna á sýningunni. Erla og Stefán buðu fram hendur sýnar en eftir á að ræða við þá í sýningarnefndinni hvort þau ná að hjálpa.

Þegar tegundin var undir Spitzhundadeildinni var sótt um að fá ræktunarbann á D og E mjaðmir (mjaðmalos) og var því synjað þar sem enginn hundur hafði greinst með svo slæmar mjaðmir á Íslandi. Ákveðið var að sækja aftur um að fá D og E mjaðmir í ræktunarbann.

Skoðað var að halda deildarsýningu og var stefnt á að sækja um sýningu í mars. Stjórnin ætlaði að setja inn skoðanakönnun til að áætla þáttöku. Á meðan var íhugað að halda opna sýningu þar sem hægt væri að fá dómaranema til að dæma tegundina uppá gamnið.

Fundi slitið.

Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, ritari