Fundur var settur.

Mættir eru Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Stefán Arnarson.

Rædd var fjárhagsáætlun lokahófsins og var hún samþykkt. Var ákveðið að heiðra líka stigahæsta hvolpinn, öldunginn og ræktandann. Stigakerfi er í býgerð. Einnig eru skemmtiatriði í vinnslu.

Farið var yfir ársskýrslu deildarinnar og mun ársreikningurinn vera kláraður þegar fjárhagur stjórnarárs mun koma í ljós við síðustu sýningarþjálfun stjórnarársins 24. febrúar 2015.

Kemur í ljós bráðlega hvar aðalfundur deildarinnar mun vera haldinn.

Fundi slitið.

Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, ritari