Stjórnarfundur 27. júlí 2014
Fundur var settur.
Mættir eru Linda Jónsdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Stefán Arnarson.
Þann 4. júlí barst stjórninni bréf frá Alexöndru Björgu Eyþórsdóttur þar sem hún sagði af sér úr stjórn deildarinnar. Kosið verður í sæti hennar á næsta aðalfundi í mars 2015.
Rætt var um hvaða sal ætti að nota undir námskeiðið. Hafði deildin fengið nokkur tilboð. Sendi stjórnin á fleiri sem bjóða uppá salaleigu og bíða nú eftir svari.
Sendur var póstur á Sleðahundaklúbb Íslands um að halda almenna kynningu fyrir Siberian Husky eigendur á sleðahundasportinu. Beðið er eftir svari.
Ákveðið var að reyna að fá einhvern sérfræðing í sleðahundasportinu á næsta ári.
Rætt var um hvaðan hægt væri að biðja um Bingó vinninga fyrir næsta Bingó deildarinnar sem áætlað er 18. október kl. 13.
Sent var á Gæludýr.is og spurt hvaða tímar væru lausir fyrir sýningarþjálfanir fyrir september og nóvember sýningarnar.
Fundi slitið.
Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, ritari
Leave a Reply