Fundur var settur.

Mættir eru Alexandra Björg Eyþórsdóttir, Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Linda Jónsdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Stefán Arnarson.

Hætt var við að halda sýningu innan sýningar þar sem staðfesting fékkst seint frá HRFÍ og alltof stutt var í að skráningarfrestur sýningar lyki. Þótti stjórn það ekki sanngjarnt fyrir félagsmenn deildarinnar sem ekki höfðu skráð á sýninguna.

Pat Hastings hafði haft samband við deildinu um námskeið og ákveðið var að reyna að fá hana til landsins og hafa námskeið fyrir meðlimi deildarinnar. Sendur var póstur á Pat Hastings til að gá hvort hún væri laus í byrjun desember.

Sendur var póstur á Gæludýr.is og spurt hvort að þau hefðu áhuga á að styrkja deildina um bikara fyrir BOB og BOS báða dagana á júní sýningunni.

Ákveðið var að hafa grill 15. júní kl. 13 í Heiðmörk fyrir félagsmenn deildarinnar, með fyrirvara um breytingar á dagsetningu vegna veðurs. Dagskrá verður auglýst síðar.

Fundi slitið.

Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, ritari