Stjórnarfundur 27. mars 2015
Fundur var settur.
Allir mættir úr nýju stjórninni; Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Linda Jónsdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, Sigríður Þorgrímsdóttir og Stefán Arnarson.
Erla bauð sig fram til formanns og var einhljóða samþykkt. Ólöf bauð sig fram til ritara og var einhljóða samþykkt. Stefán bauð sig fram til gjaldkera og var einhljóða samþykktur.
Ákveðið var að hafa eitt stórt bingó á ári og hafa í staðinn aðrar fjáraflanir fyrir deildina. Stjórnin ætlaði að skoða hvað myndi kosta að kaupa bingóvél og spjöld (kannski einnota).
Einnig var rætt hvort að einhver vildi kaupa bikara fyrir hvolpana. Sigríður stakk uppá að hafa samband við Sleðahundaklúbb Íslands og gá hvort þau væru til í að gefa bikara.
Talað var um að fyrir næsta aðalfund væri búið að biðja um framboð til stjórnar með ágætum fyrirvara og þá gæti landsbyggðarfólk sent stjórn póst um hvern þau vilja gefa sitt atkvæði.
Skrifaður var texti til að auglýsa í nefndir deildarinnar. Gefin var skráningarfrestur til 13. apríl til að skrá sig í nefnd en stjórnin mun funda aftur 14. apríl og raða í nefndirnar.
Stjórnin ákvað að kaupa fána með logo deildarinnar og gera verðkönnun.
Fundi slitið.
Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, ritari
Leave a Reply