Fundur var settur.

Mættir eru Alexandra Björg Eyþórsdóttir, Linda Jónsdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Stefán Arnarson.

Svarað var vefpóstum sem borist höfðu stjórninni.

Rætt var um Páskabingóið sem planað var. Þar sem engin páskaegg höfðu fengist fyrir bingóið var ákveðið að fresta bingóinu fram í maí. Sendur var vefpóstur á HRFÍ og beðið um aðstöðuna.

Þar sem bingóinu var frestað þá var ákveðið að hafa hitting í staðinn. Mun hittingurinn vera sunnudaginn 6. apríl kl. 14. Hist verður hjá Árbæjarlauginni og gengið um Elliðarárdalinn.

Deildin er nú komin með kennitölu og er næst á dagskrá að stofna reikning.

Fundi slitið.

Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, ritari