Stjórnarfundur 3. apríl 2016
Mættir eru Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Þórdís Rún Káradóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Stefán Arnarson.
Farið var yfir sýninguna og hvað á eftir að gera. Ákveðið var að hafa aftur samband við styrktaraðila og minna á sýninguna auk þess að tala við fleiri fyrirtæki.
Þurfum að hafa samband við Gæludýr.is til að vita hvenær við eigum að setja sýninguna upp. Teiknað var upp hvernig hringurinn verður.
Áður hafði verið rætt að biðja ræktendur um að kaupa bikara fyrir deildarsýninguna. Sendur var hóppóstur á Facebook á virka ræktendur tegundarinnar og komu skjót svör. Í lok fundar var aðeins einn bikar sem var á „lausu“ og var það BOS bikarinn.
Ein rósettan mun ekki ganga út, ákveðið var að gefa hana fyrir 2. Besta öldung sýningar (ef eigendum hundanna er sama um það að hún sé vitlaust merkt).
Fundi slitið.
Stefán Arnarson, ritari