Mættir eru Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Guðrún Rut Gunnlaugsdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, Stefán Arnarson og Þórdís Rún Káradóttir.

Sent e-mail á Sleðahundaklúbb Íslands um að funda saman og plana „Dag Siberian Huskysins“.

Sett voru upp drög að fjárhagsáætlun fyrir deildarsýningu sem verður vonandi í apríl 2018.

Verður mögulega ein til tvær sýningarþjálfanir fyrir sýningu HRFÍ í september.

Fundi slitið.

Ólöf Gyða Risten, ritari