Fundur settur

Mættar eru: Alexandra Björg Eyþórsdóttir, Erla Vilhelmína Vignisdóttir og Ólöf Gyða Risten Svansdóttir.

1. Við fengum sent bréf frá Auði Eyberg í sambandi við bikaramál á sýningum, en stjórn hafði barað reddað bikurum fyrir BOB og BOS á Reykjavík Winner sýningunni. Við ræddum um það og svöruðum bréfinu. Niðurstaðan var að við myndum héðan í frá redda bikurum fyrir BOB og BOS, og BOB hvolpum í 4-6 mánaða og 6-9 mánaða. Aðrir verðlaunagripir væri á vegum ræktenda. Ræktendur hafa gefið í hvolpaflokkum medalíur fyrir 1.- 4. sæti á undanförum 2 sýningum og hefur það gengið vel. Viljum við því hvetja þá ræktendur sem eiga hvolpa á sýningum að tala saman og koma sér saman um hvort þeir vilji gefa medalíur og deila þá kostnaði á milli sín.

2. Við fengum neitun vegna deildarsýningar frá HRFÍ, og sendum við því bréf til baka og óskuðum eftir nánari útskýringu á neitunni og spurðum hvað við þyrftum að gera betur til að fá jákvætt svar við sýniningunni.

3. Við ákváðum að standa fyrir göngu núna fyrstu helgina í júní. Þann 1. Júní kl 12.30 ætlum við að hittast við Árbæjarlaug og labba saman í Elliðárdalnum. Hvetjum alla til að koma og vera með okkur.

Fundi slitið

F.H. Stjórnar,
Alexandra Björg Eyþórsdóttir, ritari