Fundur settur.

Mættir eru Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, Stefán Arnarson, og Linda Jónsdóttir á netspjalli.

Rætt var gotið hjá fjölmiðlafulltrúa deildarinnar, Maríu Björk Guðmundsdóttur, en parað var rakkann Eyberg Ice Drogon (Reykur) við Alaskan Husky tík (Aska) sem fer á móti reglum HRFÍ, en María er félagsmaður og brýtur því grundvallareglur HRFÍ (reglur 2.1 og 2.2). Stjórn hefur því ákveðið að María verður að víkja sem fjölmiðlafulltrúi tegundarinnar og hefur henni verið sent bréf.

Ákveðið var að halda deildarfund eftir 2 vikur  (miðvikudaginn 21. október  kl. 20) í skrifstofuhúsnæði HRFÍ þar sem við munum ræða nokkur mál sem viðkoma tegundinni og fá fleiri í lið við okkur til að hjálpa við viðburði og fjáraflanir fyrir deildina, en deildin mun þurfa meira fjármagn til að halda deildarsýningu á næsta ári (ef hún verður samþykkt).

Sett var inn skoðanakönnun á Siberian Husky (HRFÍ) grúbbu á Facebook til að gá hvort að það væri áhugi fyrir feldhirðunámskeiði. Fólk fór fljótlega að svara og ákveðið var að halda námskeiðið miðvikudaginn, 28. október kl. 20. Ef endurtekt verður góð þá mun námskeiðið vera endurtekið, en aðeins verða 10 pláss á hverju námskeiði.

Áður var búið að ákveða að halda bingó í október, en því þarf að fresta til næsta árs en verið er að íhuga að hafa bara páskabingó.

Nú nálgast nóvembersýningin sem þýðir að deildin okkar þarf að hjálpa við að manna sýninguna. Það þarf hjálp við að setja upp sýninguna, taka hana niður, og vinna á sýningunni sjálfri.

Ræddur var fulltrúaráðsfundur sem haldinn var í HRFÍ hér um daginn en lítið hafði farið fram en HRFÍ bað um uppástungur um hvernig væri hægt að halda betur utan um ræktendur félagsins. Ef deildarmeðlimir eru með einhverjar hugmyndir, endilega hafið samband.

Um daginn sendi stjórnarmeðlimur póst á meðlimi sýningastjórnar til að gá hvort að hægt væri að hafa samband við dómarann sem við höfðum í huga, til að sjá hvort hann væri laus á þeirri dagsetningu sem deildin hafði planað að halda deildarsýningu. Var það leyfinlegt og var því sendur póstur á dómarann og bíðum við nú svars. En enn á eftir að fá staðfestingu frá HRFÍ hvort að sýningin verði samþykkt.

Fundi slitið.