Fundur var settur.

Mættir eru Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Stefán Arnarson.

Lokahóf deildarinnar var rætt. Sent var póstur á sýningarstjórn HRFÍ og beðið um að tegundin okkar yrði sýnd á laugardegi svo að hægt væri að halda lokahófið um kvöldið og aðalfundinn á sunnudeginum. Skemmtinefndin er að plana lokahófið og mun það vonandi vera auglýst sem fyrst.

Námskeiðið með Pat Hastings gekk vel og græddi deildin smá summu.

Ákveðið var að skíra auglýsinganefnd deildarinnar fræðslunefnd.

Aðalfundur deildarinnar verður haldinn sunnudaginn 1. mars klukkan 17:00. Verið er að skoða staðsetningar. En þar sem tveir stjórnarmeðlimir hafa sagt af sér á árinu eru þrjú sæti laus í stjórn; 2 sæti til tveggja ára og 1 sæti til eins árs. Alexandra Björg Eyþórsdóttir sagði af sér 4. júlí og Linda Jónsdóttir þann 28. desember.

Byrjað var að skrifa niður ársskýrslu deildarinnar. Mun hún vera tilbúin fyrir aðalfund ásamt ársreikningi.

Sett var tilkynning á síðu deildarinnar á Facebook að verið væri að leita af myndum fyrir kynningarbækling sem verið er að gera um tegundina. Beðið var um myndir af eftirfarandi viðfangsefnum:

  • Augu – Horfa beint áfram
  • Uppstillimynd – Fyrir stærðarviðmið
  • Skemmtilegar myndir – Tegundin okkar er skemmtileg!
  • Sleðahundamyndir
  • Andlitsmyndir
  • Myndir af tegundinni með börnum, dýrum o.fl.

Dagsetningarnar fyrir sýningarþjálfanir eru komnar í hús og munu vera settar inn á heimasíðu deildarinnar von bráðar.

Fundi slitið.

Ólöf Gyða Risten Svansdóttir, ritari