Fundur settur.

Mættir voru: Erla Vignisdóttir, Linda Jónsdóttir, Stefán Arnarsson og Alexandra Björg Eyþórsdóttir.

 

Deildarsýning

Stjórn HRFÍ hefur boðið Siberian Husky Deild að vera með deildarsýningu innan Reykjavík Winner sýninguna í júní n.k. Sýningin verður sú sama og Reykjavík Winner nema Siberian Husky deild mun vera með fyrirfram ákveðna titla sem dómari mun taka mið af auk hinna hefðbundnu Reykjavík Winner titla. Stjórnin greiddi atkvæði og var það samþykkt með meirihluta að taka boði stjórnar HRFÍ og vera með.

Verkefnastjórn og ábyrgð: Alexandra Björg Eyþórsdóttir og Stefán Arnarsson

 

Fjármál

Rætt var um fjármál þar sem deildin er komin með kennitölu og bankareikning. En þeir peningar sem deildin aflar eru á ábyrgð þeirra stjórnarmeðlima sem taka á móti peningum uns þeir eru annaðhvort komnir í hendur gjaldkera á bankareikning deildarinnar. Bankareikningur deildarinnar er: 331 – 26 – 6520. Kennitala: 650314-0420

.

Sýningaþjálfun

Stilla upp sýningaþjálfun fyrir þrefalda sýningu í lok júní. Finna daga, tíma og staðsetning. Auglýsa til félaga og jafnvel að láta skrá sig áður.
Ábyrgð og verkefnastjórn: Stefán Arnarsson
Göngur

Efla verður þekkingu á tegundinni og til þess verður að sýna Siberian Husky vel út á við. Það gæti verið gert með göngum en upp kom sú tillaga að vera með skipulagðar göngur eins og miðbæjargöngu, fjallgöngur, Elliðadalsgöngu og fleira.
Nánari skipulagning verður þegar búið er að stilla upp sýningaþjálfun.
Siberian Express

Hugmynd um að vera í samstarfi með Siberian Express um að kynna starfssemi sýna til félaga sem vilja vita meira um sleðasportið og þjálfun fyrir það.
Ábyrgð og verkefnastjórn: Alexandra Björg Eyþórsdóttir
Vefsíða

Umræða skapaðist um að létta aðeins á vefsíðu deildarinnar. Breyta litum, stækka logo og fleira. Gera þarf smá þarfagreiningu og setja upp veftré áður en lengra er haldið.
Ábyrgð og verkefnastjórn: Erla Vignisdóttir
Upplýsingar um Siberian Husky tegundina fyrir vefinn

Tala við ræktendur um að fá upplýsingar og efni frá þeim til að kynna tegundina betur. Einnig að fá myndir frá félögum og setja á samfélagsmiðla og vefsíðu deildarinnar..

Ábyrgð og verkefnastjórn: Stjórn Siberian Husky deildar

 

Fjölmiðlafulltrúi óskast

Auglýsa eftir fjölmiðlafulltrúa sem þekkir tegundina og kemur vel fram. Um er að ræða launalausa stöðu.
Ábyrgð og verkefnastjórn: Linda Jónsdóttir.

 

Fundi slitið.