Stjórnarfundur 8. mars 2016
Mættir eru Erla Vilhelmína Vignisdóttir, Þórdís Rún Káradóttir, Ólöf Gyða Risten Svansdóttir og Stefán Arnarson.
Ólöf bauð sig fram til formanns, Erla bauð sig fram til gjaldkera, og Stefán til ritara. Var það samþykkt.
Siberian Husky deildin og Spitzhundadeildin voru boðuð á fund hjá HRFÍ og vilja þau sameina deildirnar aftur undir Spitzhundadeildinni. Siberian Husky deildin myndi þá breytast í Siberian Husky Ræktunarráð sem myndi vera undir Spitzhundadeildinni en halda sínum fjármálum ennþá. Mun þetta verið tekið fyrir á næsta aðalfundi HRFÍ. Planið er að boða til deildarfundar og heyra í deildarmeðlimum. Deildarfundurinn verður þá líklegast haldinn 16. mars kl. 20. En þar mun einnig vera hægt að bjóða sig fram í nefndir. Búið er að senda á HRFÍ til að sjá hvort að skrifstofan sé laus.
Á lokahófinu ætlar deildin að halda uppboð á allskonar varning. Deildin mun því öll fara í það að safna pening.
Á ársfundi deildarinnar var stungið uppá að Ida Helene-Sivertsen frá Noregi komi til landsins og haldi sýnendanámskeið. Námskeiðið yrði þá haldið á vegum Idu en beðið var um að deildin myndi hjálpa við að finna sal og auglýsa námskeiðið. Stjórnin ræddi þetta mál og er í vafa þar sem sýningarþjálfanir eru ein helsta tekjulind deildarinnar. Eftir frekari umræðu um þetta var ákveðið að námskeiðið gæti verið á vegum deildarinnar sem lengst að öll vinna í kringum námskeiðið félli ekki á stjórnina þar sem hún hefði nóg að gera á þessum tímapunkti.
Sendur var póstur á Donnu og hún spurð um yfirlit fyrir námskeiðin sem hún mun halda.
Sett var auglýsing inná Facebook síðu Ungra sýnenda þar sem auglýst var eftir sýnendum sem gætu sýnt fyrir eigendur Siberian Husky hunda sem skráðir verða á deildarsýninguna. Listi mun koma upp ekki seinna en 21. mars.
Sendur verður póstur á Bauhaus, Húsasmiðjuna og Byko til að biðja um efnivið í sætisnúmer fyrir deildarsýninguna. Er planið að hafa þetta mjög fínt!
Skipt var verkum niður til að finna sali fyrir námskeiðið sem haldið verður 10. apríl og lokahófið. Einnig verður farið í það að plana sýningarþjálfanir fyrir deildarsýninguna, en tímasetning fyrir þær koma fljótt inn.
Þar sem verið er að fara í að safna varning til að bjóða upp á lokahófinu, hefur stjórnin ákveðið að leita til ræktenda til að fá bikara fyrir deildarsýninguna. Ræktendur mega því eiga von á að fá póst frá stjórninni.
Fundi slitið.
Ólöf Gyða Risten, formaður